- - Hausmynd

-

Færsluflokkur: Bloggar

Smá uppgjör á síðustu vikum

Það hefur verið nóg að gera hjá Nallaranum síðustu vikur í úthaldi sínu í Noregi. Svo mikið reyndar að skrif hafa þurft að mæta afgangi þar til núna. Það er kominn tími á að rifja upp svona það helsta sem hefur verið í gangi síðastliðnar þrjár vikur.

Arsenal 2 - 1 Olympiacos (28.09.11)

Nallarinn skellti sér í miðbæ Stavanger til að sjá leikinn á Liverpool kránni Beverly's. Ég bjóst við nokkuð þægilegum heimasigri á veikasta liði riðilsins en annað kom heldur betur á daginn. Eftir góða byrjun og tvö mörk frá Alex Chamberlain og André Santos létu þeir grísku Arsenal hafa heldur betur fyrir hlutunum. Blessunarlega náðu þeir aðeins einu marki inn en þau hefðu auðveldlega getað verið allavega tveimur fleiri ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega björgun hjá Mikel Arteta og slánna hans Szczesny! Óþægilega lítill sigur en ánægjulegt að sjá nýju mennina.

Maður leiksins: Alex Chamberlain


Tottenham 2 - 1 Arsenal (02.10.11)

Sem betur fer missti Nallarinn af þessum sorgarviðburði en hann var staddur í flugvél á leið til Íslands í vikufrí þegar grannaslagurinn fór fram. Allt sem ég hef heyrt, lesið og séð úr þessum leik virðast úrslitin hafa verið sanngjörn. Szczesny hélt Arsenal mönnum inní leiknum allt þar til á 73. mínútu þegar Kyle Walker skoraði með föstu skoti sem sá pólski hefði nú samt átt að verja. Ofan á það að fá ekkert út úr þessum leik meiddist Bacary Sagna afar illa og verður frá líklega í 2-3 mánuði. Þetta þýðir að finnska undrabarnið Carl Jenkinson mun fylla skarðið á meðan og get ég hreinlega ekki beðið eftir næsta leik!

Maður leiksins: Wojciech Szczesny


Chamberlain skorar þrennu gegn Íslandi

Á meðan Nallarinn dvaldi á Íslandi skellti hann sér að sjálfsögðu á landsleikinn hjá Íslandi og Englandi í þeim eina tilgangi að bera Alex Chamberlain og Henri Lansbury augum. Chamberlain olli ekki vonbrigðum og setti þrennu og getur svo sem þakkað Arnari Darra fyrir allavega tvö þeirra en sá síðarnefndi átti afar slæmt kvöld í Laugardalnum. Nú má jafnvel fara að gefa Chamberlain fleiri leiki í byrjunarliði Arsenal en hann lofar virkilega góðu. 


Af hinum og þessum

Nokkrir Arsenal leikmenn voru á skotskónum með landsliðum sínum auk Chamberlain en þar voru á meðal Park Chu Young, Andrey Arshavin, Aaron Ramsey og Maroune Chamakh. Hvenær fær maður svo að sjá Park Chu Young spila eitthvað í þessu blessaða liði? Hann skorar og skorar fyrir S-Kóreu en gerir ekkert hjá Arsenal nema að drekka vatn. Gervinho og Theo Walcott hjálpuðu svo sínum liðum fyrir framan markið með einni stoðsendingu hver. Svo má ekki gleyma að Alex Song þarf ekki að hafa áhyggjur af Afríkumótinu eftir áramót þar sem að Kamerún náði ekki sæti í keppninni. Arsenal stuðningsmenn hljóta að fagna þeim tíðindum enda akkeri miðjunnar mikilvægt á þessum síðustu og verstu. 

Annars er það að frétta af krísunni í vörninni að Laurent Koscielny og Johan Djourou eru leikfærir sem og Sebastian Squillaci en Nallaranum þykir ólíklegt að hann fái að byrja gegn Sunderland um næstu helgi.

Sunderland kemur sem sagt í heimsókn á Emirates leikvanginn næstkomandi sunnudag en það er einmitt fyrsta hópferð Arsenal klúbbsins í vetur. Vonandi verða úrslitin ánægjuleg svo maður nenni að halda umræðunni áfram hér á Nallaranum.

Lifið heilir elskur Nallarar, verið sterkir á þessum síðustu og verstu! 


Höfundur

Torfi Guðbrandsson
Torfi Guðbrandsson

Nallari síðan 1998. Meðlimur í Arsenal klúbbnum. Hef farið tvisvar á völlinn. Veikur fyrir leikmönnum með flotta hárgreiðslu.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Elvis Presley - The Wonder of You

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband