- - Hausmynd

-

Færsluflokkur: Tvífarinn

Tvífarinn: Eagle-Eye Henry

Það er oft leiðinlegt í landsleikjahléum og þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Arsenal sem sitja heima hjá sér með krosslagða fingur og biðja Guð almáttugan að Robin van Persie meiðist ekki í enn eitt skiptið. Því hefur Nallarinn brugðið á það ráð að henda inn einum tvífara í löngum pásum sem þessum til að létta ykkur lundina.

Thierry Henry fær þann heiður að verða sá fyrsti til að eignast tvífara hér á Nallaranum. Thierry Henry þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Arsenal enda lifandi goðsögn. Hinsvegar mætti alveg kynna tvífarann hans en það er sænsk-afríski tónlistarmaðurinn Eagle-Eye Cherry. Hann er líklega þekktastur fyrir lagið "Save Tonight" en það var jafnframt fyrsti hittarinn hans.

Eagle-Eye Henry
Eagle-Eye Cherry


Eagle-Eye Henry 2
Thierry Henry
 
Eins og sjá má á ofangreindum myndum gætu Cherry og Henry vel verið bræður. Að vísu er myndin af Henry frekar gömul en ég verð að viðurkenna að lúkkið hans er að virka helvíti vel og kannski var Eagle-Eye Cherry fyrirmyndin, hver veit? 

Höfundur

Torfi Guðbrandsson
Torfi Guðbrandsson

Nallari síðan 1998. Meðlimur í Arsenal klúbbnum. Hef farið tvisvar á völlinn. Veikur fyrir leikmönnum með flotta hárgreiðslu.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Elvis Presley - The Wonder of You

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband