- - Hausmynd

-

Robin van Persie stöðvar ekki á gulu

Nallarinn hefur verið vant við látinn síðustu vikuna. Hann sá leikinn gegn Norwich á Akureyri en Dortmund leikinn sá hann á Beverly's barnum í Noregi. Það voru heilir fjórir gestir á AK en stútfullur pöbb í Noregi enda trekktu stórleikirnir að. Við byrjum á Norwich.

Norwich 1 - 2 Arsenal

Það var í raun fáránlegt að leikar hafi endað 1-2 á Carrow Road en allt er víst hægt í fótbolta. Á 16. mínútu gaus upp rosaleg skítalykt en hún kom alla leið frá Þýskalandi. Mertesacker gerði þá í buxurnar er hann hleypti Morison fram fyrir sig úr stöðu sem virtist vera örugg. Sá þýski á enn greinilega langt í land með að vera sá miðvörður sem okkur vantaði. Robin van Persie sá um að bjarga deginum. Sendingarnar fékk hann frá Theo Walcott og Alex Song í sitthvorum hálfleiknum. Sigurinn hefði þó mátt vera stærri en það vill vera fjandi erfitt að keppa við nýliða á útivelli sem gefa sig alla í verkefnið.

Maður leiksins: Robin van Persie 

 

Arsenal 2 - 1 Borussia Dortmund

Það var vitað fyrir leik að með sigri myndi Arsenal tryggja sig áfram í keppninni. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en Dortmund þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu vegna meiðsla. Mario Götze fór af velli vegna meiðsla og voru það jákvæð tíðindi fyrir Arsenal. Ég held að Arsenal hafi átt eitt skot á rammann í fyrri hálfleik og maður spurði sig í hálfleik hvort að þeir ætluðu að bjóða upp á annað markalausa jafnteflið í röð (0-0 gegn Marseille í seinasta leik).

Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og gerðu Dortmund sig líklega til að skora. Markið kom þó á hinum enda vallarins þökk sé frábæru einstaklingsframtaki hjá meistara Song. Það var ekkert að gerast er Song ákvað að búa til fyrsta mark leiksins. Hann sólaði þá hvern Dortmund manninn á fætur öðrum og sendi boltann beint á kollinn á van Persie og það þýddi aðeins eitt, mark! 

Persie var svo aftur á ferðinni á 86. mínútu og gulltryggði þá Arsenal sigurinn. Mikel Arteta tók þá hornspyrnu sem Vermaelen fleytti áfram með höfði sínu og endaði boltinn hjá Persie sem átti ekki í erfiðleikum með að skora frekar en fyrri daginn. Dortmund minnkaði muninn í uppbótartíma sem var í raun algjör óþarfi enda hefði Frank de Bleeckere dómari átt að vera búinn að flauta leikinn af. En það þýddi ekki að pirra sig á því enda leikurinn yfirstaðinn.

Olympiacos sigraði svo í Frakklandi sem þýðir það að Arsenal endar í fyrsta sæti riðilsins og getur því hvílt menn í síðasta leik sem er einmitt gegn þeim grísku. Væri þá gaman að sjá menn eins og Chamberlain, Park og jafnvel Miyaichi fá tækifærið í byrjunarliði.

Maður leiksins: Alex Song 

Tom Cruise
Tom Cruise fékk tækifærið gegn Olympiacos fyrir 2 árum. Hann er
nú að leita sér að félagi. Breiðablik, okkur vantar bakvörð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Torfi Guðbrandsson
Torfi Guðbrandsson

Nallari síðan 1998. Meðlimur í Arsenal klúbbnum. Hef farið tvisvar á völlinn. Veikur fyrir leikmönnum með flotta hárgreiðslu.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Elvis Presley - The Wonder of You

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband