- - Hausmynd

-

Wigan að baki og lykilmenn hvíldir í kvöld

Wigan 0 - 4 Arsenal 

Það er kannski réttast að byrja á leiknum sem fór fram um helgina en þá heimsótti Arsenal DW leikvanginn sem oft hefur reynst skyttunum erfiður.

Arsenal var heppið að lenda ekki undir á upphafs mínútunum en þá brenndi Jordi Gomez af í dauðafæri. Eftir 15 mínútna leik voru leikmenn Arsenal komnir með góð tök á leiknum og það var aldrei spurning um hvor megin sigurinn myndi lenda. Að þessu sinni voru skoruð fjögur mörk af jafnmörgum markaskorurum. Arteta, Vermaelen, Gervinho og Persie sáu um markaskorun þennan daginn og ánægjulegt að sjá svo marga á blaði. Að halda hreinu á útivelli er svo alltaf skemmtilegt og ekki eyðilagði fyrir að Fulham sem Arsenal átti í erfiðleikum með þar síðustu helgi skyldu taka stig af Liverpool í gær.

Maður leiksins: Robin van Persie 

En þá að leiknum í kvöld. Þar sem að Arsenal er öruggt með fyrsta sæti í riðlinum hefur Arséne Wenger ákveðið að hvíla lykilmenn og notast við sömu leikmenn og kepptu við Man City í síðustu viku. Verkefnið er ekki af verri endanum en það er útileikur gegn Olympiacos sem eiga enn möguleika að komast upp úr riðlinum með hagstæðum úrslitum í kvöld. Þetta er að mínu mati mjög jákvætt því að það er ljóst að leikmenn Arsenal verða að hafa fyrir leiknum í kvöld og geta ekki búist við neinum æfingabolta. Góð og gild reynsla fyrir þá ungu og kjörið tækifæri fyrir aðra farþega að sýna hvað í þeim býr í kvöld. 

Svona spái ég byrjunarliðinu í kvöld. 

Fabianski

Yennaris Squillaci Djoruou Miquel

Frimpong  Coquelin

Chamberlain Benayoun     Park

Chamakh

Eina sem ég er ekki alveg viss með er hvort að Arshavin fái að byrja á kostnað annað hvort Park eða Chamakh en þessir þrír hafa verið ansi slakir það sem af er tímabili. Park hefur að vísu afsökun en hann hefur ekki spilað eins marga leiki og hinir tveir.

Nallarinn er ekki í vafa um að strákarnir geti náð jákvæðum úrslitum í kvöld eftir glæsilega frammistöðu gegn Man City. Hinsvegar þarf að koma tuðrunni í markið og það er spurning hver ætlar að sjá um það í kvöld. 

Áfram Arsenal! 

Alex-Oxlade-Chamberlain
Alex skoraði frábært mark í fyrri viðureign liðanna á Emirates.
Hvað gerir hann í kvöld?
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Torfi Guðbrandsson
Torfi Guðbrandsson

Nallari síðan 1998. Meðlimur í Arsenal klúbbnum. Hef farið tvisvar á völlinn. Veikur fyrir leikmönnum með flotta hárgreiðslu.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Elvis Presley - The Wonder of You

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband