- - Hausmynd

-

Arsenal í 8-liða úrslit þökk sé framlagi Arshavin

Arsenal komst í gær í 8-liða úrslit deildarbikarsins er þeir sigruðu Bolton 2-1 á Emirates leikvanginum.

Thomas Vermaelen snéri aftur eftir meiðsli og bar að sjálfsögðu fyrirliðabandið. Við hlið hans var Sebastien Squillaci sem var að leika sinn fyrsta leik á tímabilinu. Nico Yennaris þreytti svo frumraun sína með Arsenal er hann tók stöðu hægri bakvarðar. Annars var liðið nokkuð hefðbundið, blandað reynslu og ferskleika.

Fyrri hálfleikur fór fram að mestu á vallarhelmingi Bolton en þá áttu leikmenn Arsenal ágætis tilraunir að marki Bolton. Benayoun var nálægt því að skora eftir að hafa leikið Grétar Rafn sundur og saman en skotið fór rétt framhjá. Vermaelen átti svo þrumuskot úr aukaspyrnu en Adam Bogdan var vel á verði í markinu. Hann varði einnig vel frá Park sem átti nokkur skot að marki. Staðan þó markalaus í fyrri hálfleik og enn gat allt gerst.

Bolton mættu sprækari í seinni hálfleikinn og voru komnir yfir eftir aðeins tvær mínútur. Þar var að verki Fabrice Muamba en hann kemur einmitt úr akademíu Arsenal. Hann vann þá boltann af Frimpong og kom honum yfir á Darren Pratley sem fór nokkuð auðveldlega framhjá Yennaris í vörninni. Pratley lagði hann svo aftur út á Muamba sem skaut boltanum yfir þá Fabianski og Vermaelen og í netið. Bolton komið yfir og nú gátu leikmenn Arsenal nagað sig í handarbökin fyrir lélega nýtingu í fyrri hálfleik.

Þeir þurftu þó ekki að naga handarbökin lengi því að fimm mínútum síðar jafnaði Arshavin fyrir Arsenal eftir fallega sókn. Chamberlain átti þá háa og flotta sendingu á Benayoun á hægri kanti sem kom honum á Arshavin. Rússinn óð að marki Bolton og átti svo óvænt skot sem fór í gegnum lappir Zat Knight og framhjá Bogdan í markinu. Staðan orðin 1-1 og allt að gerast.

Aðeins þrem mínútum síðar kom Park Arsenal yfir með afar snyrtilegu marki. Arshavin bar þá boltann upp miðjuna og beið eftir að Park kæmi sér úr rangstöðunni. Hann sendi svo boltann á verðandi dátann sem skoraði líka þetta fallega mark. Markið minnti svolítið á markið hjá Freddie Ljungberg gegn Chelsea í FA-bikarnum fyrir mörgum árum síðan. Park þakkaði því Wenger traustið og sýndi honum að hann er tilbúinn í fleiri mínútur.

Bolton sótti stíft eftir þetta og reyndi að koma leiknum í framlengingu en án árangurs. Arsenal því komið í 8-liða úrslitin og nú er spennandi að sjá hvaða liði þeir mæta næst.

Maður leiksins: Andrey Arshavin

Ljungberg skorar gegn Chelsea.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Torfi Guðbrandsson
Torfi Guðbrandsson

Nallari síðan 1998. Meðlimur í Arsenal klúbbnum. Hef farið tvisvar á völlinn. Veikur fyrir leikmönnum með flotta hárgreiðslu.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Elvis Presley - The Wonder of You

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband